Manneskja á gangi við sjávarsíðuna í Havana meðan hvítfyssandi öldur ganga á land.AP / Ramon Espinosa
Sex fórust þegar fellibylurinn Óskar gekk yfir Kúbu um helgina á sama tíma og rafmagnslaust var nánast um allt landið. Forsetinn Miguel Diaz-Canel greindi frá þessu í gær og sagði verulegt tjón hafa orðið í Guantanamo, austanvert á Kúbu.