Líbíumaður í haldi grunaður um ráðabrugg gegn sendiráði Ísraels
Líbíumaður var handtekinn nærri Berlín í Þýskalandi í kvöld grunaður um að hafa skipulagt árás á sendiráð Ísraels í borginni. Yfirvöld segja manninn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Þýsk stjórnvöld fylgjast náið með ógnunum í garð Ísraelsmanna.
Lögreglumenn að störfum í Berlín.
AP/dpa – Kay Nietfeld