29. september 2024 kl. 4:07
Erlendar fréttir
Rússland

Varaði Vesturlönd við stríði gegn kjarnorkuveldi

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands varaði Vesturlönd við því að reyna að ná fram sigri yfir kjarnorkuveldi í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sakaði Vesturlönd um að nota Úkraínu sem verkfæri til þess að sigra Rússland. Bandaríkin og Evrópusambandið sögðu ummæli Lavrovs óábyrg.

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 28. september 2024.
Sergei Lavrov ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær.ASSOCIATED PRESS / Pamela Smith

Aðeins örfáir dagar eru síðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti kynnti áform sín um að breyta reglum Rússlands um beitingu kjarnorkuvopna. Samkvæmt tillögum Pútíns myndu stjórnvöld líta svo á að ef ríki sem ekki býr yfir kjarnavopnum gerir árásir á Rússland í samstarfi við kjarnorkuríki, geti Rússar svarað með árásum á bæði ríki með kjarnorkuvopnum.