Athugið að þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul

Buðu upp á og brögðuðu mat frá þrettán löndum

Eva Björk Benediktsdóttir

,

Matarilminn lagði yfir allt og það var fullt út úr dyrum í húsakynnum Eflingar. Fólk frá 13 mismunandi löndum eldaði mat og kynnti fyrir öðru félagsfólki en Efling sá um allan kostnað.

Hugmyndina að viðburðinum átti Karla Barralaga sem situr í stjórn Eflingar. „Við vorum mikið að heimsækja hótel og aðra vinnustaði. Það er svo margt útlenskt starfsfólk svo að einhvern tíma sagði ég; af hverju ekki bara að gera eitthvað skemmtilegt? Það besta sem við getum gert saman er að gera mat,“ segir hún.


„Núna erum við með fullt af mat, fullt af fólki. Allir saman og tala hér spænsku, arabísku, ensku, íslensku og það skiptir ekki máli. Allir eru mjög ánægðir,“ segir Karla.