14. september 2024 kl. 8:54
Erlendar fréttir
Írak
Fjórir leiðtogar ISIS drepnir í Írak
Fjórir leiðtogar í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki voru drepnir í sameiginlegri árás írakska og bandaríska hersins í vesturhluta Íraks í ágúst. Bandaríski herinn segir að einn fjórmenninganna hafi verið sá sem réði aðgerðum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Hernaðaraðgerðirnar hafi beinst gegn leiðtogum hryðjuverkasamtakanna og ætlað að sundra og grafa undan getu þeirra til að skipuleggja og fremja árásir gegn írökskum borgurum. Alls voru fjórtán menn drepnir í árásunum. Fimm bandarískir hermenn særðust. Bandaríski herinn hafi skuldbundið sig til að ráða niðurlögum hryðjuverkasamtakanna sem haldi áfram að ógna Bandaríkjunum, bandamönnum þeirra og stöðugleika í Miðausturlöndum.