Rússnesk stjórnvöld ætla að gera breytingar á stefnu sinni varðandi notkun kjarnorkuvopna. Þetta er haft eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í rússneskum fjölmiðlum. Þar sagði hann að vegna afskipta Vesturlanda af stríðinu í Úkraínu yrðu gerðar leiðréttingar á stefnunni.
Samkvæmt henni mega Rússar aðeins nota kjarnorkuvopn ef ráðist yrði á þá með kjarnorkuvopnum eða öðrum vopnum sem ógna tilvist ríkisins.
Lavrov sagði afskipti Vesturlanda, til dæmis með því að veita Úkraínumönnum vopn og samþykkja notkun þeirra innan landamæra Rússlands, hafa leitt til stigmögnunar í átökunum. Hann sagði vinnu að breytingum á stefnunni langt komna.
Lavrov sagði að til stæði að leiðrétta stefnu Rússa um kjarnorkuvopn.EPA-EFE / Sergey Bobylev/Sputnik/Kremlin Pool