Ísraelsher kveðst hafa gert loftárásir í nótt á hernaðarleg skotmörk á vegum Hezbollah-samtakanna á nokkrum stöðum sunnanvert í Líbanon og annars staðar í landinu.
Mynd úr safni af ísraelskri herþotu.EPA-File / EPA
Vopnageymslur og aðrir innviðir Hezbollah eru sagðir hafa orðið fyrir árásum. Ísraelsher hótaði Hezbollah hörðum viðbrögðum eftir að tólf börn létu lífið í eldflaugaárás á þorpið Hajdal Shams í Gólanhæðum.
Líklegast þykir að eldflaugin hafi komið frá Líbanon en Hezbollah þvertekur fyrir að hafa skotið henni. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð styrjöld blasa við.