28. júlí 2024 kl. 4:46
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Ísra­els­her gerði loft­árás­ir á hern­að­ar­inn­viði Hez­boll­ah

Ísraelsher kveðst hafa gert loftárásir í nótt á hernaðarleg skotmörk á vegum Hezbollah-samtakanna á nokkrum stöðum sunnanvert í Líbanon og annars staðar í landinu.

epa03045007 (FILE) A file photograph  dated 28 June 2007 showing an Israel F-15 jet fighter  firing flares in order to provide alternate targets for heat-seeking ground-to-air missiles, during an exercise over an air force base in southern Israel. Reports state on 29 December 2011 that the United States has confirmed the sale of nearly 23 billion euros of new fighter jets to Saudi Arabia. The US will send 84 Boeing F-15 jets to Saudi Arabia, and upgrade 70 existing Saudi F-15s.  EPA/JIM HOLLANDER
Mynd úr safni af ísraelskri herþotu.EPA-File / EPA

Vopnageymslur og aðrir innviðir Hezbollah eru sagðir hafa orðið fyrir árásum. Ísraelsher hótaði Hezbollah hörðum viðbrögðum eftir að tólf börn létu lífið í eldflaugaárás á þorpið Hajdal Shams í Gólanhæðum.

Líklegast þykir að eldflaugin hafi komið frá Líbanon en Hezbollah þvertekur fyrir að hafa skotið henni. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð styrjöld blasa við.