Heimsins stærsta hitabeltisvotlendi aftur í ljósum logum
7.600 ferkílómetrar gróðurlendis eru brunnir í Pantanal, stærsta hitabeltisvotlendi heims á þessu ári. Í venjulegu árferði hefði gróðureldatímabilið á þessum slóðum verið rétt að byrja, og um 500 ferkílómetrar brunnið fram í september.