Reed Hastings, einn af stofnendum Netflix og einn helsti bakhjarl Joes Biden Bandaríkjaforseta, hefur dregið stuðning sinn við Biden til baka.
Í tölvupósti sem Hastings sendi til New York Times í gær fer hann fram á að Biden dragi framboð sitt til baka og gefi öðrum þróttmeiri leiðtoga úr flokki Demókrata tækifæri til að sigra Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
EPA-EFE / BENOIT TESSIER
Hastings hefur stutt bæði kosningaframboð Bidens með fjárframlögum að því er fram kemur á vef New York Times.
Samanlagt hafa hann og eiginkona hans, Patty Quillin, gefið Demókrötum yfir tuttugu milljónir Bandaríkjadala, þar af eina og hálfa milljón í kosningabaráttu Bidens árið 2020 og hundrað þúsund dali í fyrrasumar.