Athugið að þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul

Of mikið að vera meira en þrjá tíma á dag í símanum

Dagný Hulda Erlendsdóttir

Oft er rætt um að börn séu of mikið í símanum. Hinir fullorðnu eru þó síst skárri og hafa dönsk heilbrigðisyfirvöld gefið út þær leiðbeiningar að óráðlegt sé fyrir fullorðna að vera lengur en þrjá tíma á sólarhring í símanum - fyrir utan vinnu. Fjallað var um málið í sjónvarpsfréttum í gær og fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.