Einn lést og yfir sjötíu slösuðust þegar vélin féll niður um tæpa tvo kílómetra á flugi frá London til Singapúr. Vélin lenti í Bangkok þar sem slösuðum var komið á sjúkrahús.
41 voru enn inniliggjandi á sjúkrahúsum í borginni í morgun. Fimm eru á gjörgæslu, en Íslendingurinn er ekki þar á meðal.