26. maí 2024 kl. 14:05
Erlendar fréttir
Taíland

Ís­lend­ing­ur­inn liggur enn inni á sjúkra­hús­inu í Bang­kok

Lið lækna og hjúkrunarfólks beið við flugvöllinn í Bangkok þegar vélin lenti.
EPA

Íslendingurinn sem slasaðist þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á þriðjudag liggur enn inni á sjúkrahúsi í Bangkok.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Samitivej Srinakarin sjúkrahússins í morgun.

Einn lést og yfir sjötíu slösuðust þegar vélin féll niður um tæpa tvo kílómetra á flugi frá London til Singapúr. Vélin lenti í Bangkok þar sem slösuðum var komið á sjúkrahús.

41 voru enn inniliggjandi á sjúkrahúsum í borginni í morgun. Fimm eru á gjörgæslu, en Íslendingurinn er ekki þar á meðal.