Valdamikil systir leiðtogans þvertekur fyrir hernaðaraðstoð við Rússland
Valdamikil systir leiðtoga Norður-Kóreu segir ekkert hæft í ásökunum um hernaðarstuðning við Rússland. Hún segir Bandaríkjamenn og Suður-Kóreu afvegaleiða umræðuna með slíkum ásökunum. Vopn séu framleidd til varna ríkisins.