Eiginmaður Nicolu Sturgeon handtekinn á ný
Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon fyrrverandi fyrsta ráðherra Skotlands, var handtekinn á nýjan leik í dag vegna rannsóknar á fjármálum Skoska þjóðarflokksins, SNP.
Lögreglan í Skotlandi færði hann til yfirheyrslu rétt eftir klukkan níu í morgun. Murrell var fyrst handtekinn 5. apríl 2023.
Hann hafði þá sagt af sér sem framkvæmdastjóri flokksins mánuði áður, í kjölfar þess að hann veitti fjölmiðlum misvísandi upplýsingar um fjölda skráðra flokksmanna. Stuttu fyrir það hafði Sturgeon tilkynnt um afsögn sína sem formaður flokksins og fyrsti ráðherra. Murrell var þá sleppt án kæru.
Lögreglan í Skotlandi handtók Nicolu Sturgeon í júní á síðasta ári í tengslum við sama mál. Henni var einnig sleppt án kæru. Murrell hafði gegnt framkvæmdastjórastöðu Skoska þjóðarflokksins síðan árið 1999.