17. apríl 2024 kl. 6:45
Erlendar fréttir
Mjanmar

Aung San Suu Kyi færð í stofufangelsi vegna hitabylgju

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur fært Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, úr fangelsi í stofufangelsi. Hinu sama gegnir um Win Myint, fyrrverandi forseta.

epa08059997 A handout photo made available by the International Court of Justice (ICJ) shows Myanmar State Counselor Aung San Suu Kyi appearing before the ICJ on the first day of hearings in the case the Gambia vs Myanmar, at the Peace Palace in The Hague, Netherlands, 10 December 2019. Myanmar State Counselor Aung San Suu Kyi will defend her country against accusations of genocide filed by The Gambia, following the 2017 Myanmar military crackdown on the Rohingya Muslim minority.  EPA-EFE/FRANK VAN BEEK / ICJ / UN PHOTO HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
UN PHOTO / EPA-EFE

AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir ónafngreindum talsmanni stjórnarinnar, sem segir rosknum föngum hafa verið veitt sérstakt skjól undan hitabylgju sem gengur yfir landið. Ekki er ljóst hvort flutningur Suu Kyi sé aðeins tímabundinn eða hvort ætlun herforingjastjórnarinnar sé að milda fangavist hennar til frambúðar.

Stjórnin tilkynnti í morgun sakaruppgjöf yfir 3.300 fanga, í tilefni nýárshátíðahalda í Mjanmar. Fangavist annarra verður stytt um einn sjötta að undanskildum þeim sem sitja inni fyrir alvarlega glæpi á borð við morð, fíkniefnabrot og hryðjuverk.