Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur fært Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, úr fangelsi í stofufangelsi. Hinu sama gegnir um Win Myint, fyrrverandi forseta.
UN PHOTO / EPA-EFE
AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir ónafngreindum talsmanni stjórnarinnar, sem segir rosknum föngum hafa verið veitt sérstakt skjól undan hitabylgju sem gengur yfir landið. Ekki er ljóst hvort flutningur Suu Kyi sé aðeins tímabundinn eða hvort ætlun herforingjastjórnarinnar sé að milda fangavist hennar til frambúðar.
Stjórnin tilkynnti í morgun sakaruppgjöf yfir 3.300 fanga, í tilefni nýárshátíðahalda í Mjanmar. Fangavist annarra verður stytt um einn sjötta að undanskildum þeim sem sitja inni fyrir alvarlega glæpi á borð við morð, fíkniefnabrot og hryðjuverk.