20. febrúar 2024 kl. 8:39
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Svíar veita Úkra­ínu hern­að­ar­að­stoð

Sænsk stjórnvöld heita því að veita Úkraínu hergögn að verðmæti yfir 95 milljarða íslenskra króna.

Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar gengur inn á fund evrópskra varnarmálaráðherra í Brussel þann 14. nóvember.
EPA

Pal Jonson varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir mannúð og sóma hafa ráðið því að þetta hafi verið ákveðið. Rússar hafa farið í ólöglegt, tilefnislaust og óverjanlegt stríð, sagði Jonson á blaðamannafundi þar sem fjárveitingin var kynnt.

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði í gær að staðan væri erfið á víglínunni og að Rússar nýti sér tafir á afhendingu á hernaðaraðstoð til Úkraínu og hafi aukið hernaðarafl sitt með varahersveitum. Úkraínumenn hafa beðið mánuðum saman eftir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum sem hefur tafist vegna ágreinings um hana á bandaríska þinginu.