Sænsk stjórnvöld heita því að veita Úkraínu hergögn að verðmæti yfir 95 milljarða íslenskra króna.
EPA
Pal Jonson varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir mannúð og sóma hafa ráðið því að þetta hafi verið ákveðið. Rússar hafa farið í ólöglegt, tilefnislaust og óverjanlegt stríð, sagði Jonson á blaðamannafundi þar sem fjárveitingin var kynnt.
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði í gær að staðan væri erfið á víglínunni og að Rússar nýti sér tafir á afhendingu á hernaðaraðstoð til Úkraínu og hafi aukið hernaðarafl sitt með varahersveitum. Úkraínumenn hafa beðið mánuðum saman eftir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum sem hefur tafist vegna ágreinings um hana á bandaríska þinginu.