Hage Geingob, forseti Namibíu, er látinn. Hann var 82 ára og hafði gegnt embætti forseta frá árinu 2015. Hann lést snemma í morgun að staðartíma á sjúkrahúsi í Windhoek, höfuðborg Namibíu, samkvæmt tilkynningu skrifstofu forsetaembættisins á samfélagsmiðlinum X.
EPA-EFE / JULIEN DE ROSA
Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir að svo stöddu en Geingob greindist með krabbamein í byrjun árs. Hann hafði nýlega ferðast til Bandaríkjanna til að hljóta þar læknismeðferð.
Varaforseti Namibíu sagði í færslu á X að fulltrúar stjórnvalda í Namibíu komi saman við fyrsta tækifæri til að ræða næstu skref.