1. janúar 2024 kl. 7:41
Erlendar fréttir
Japan

Flóð­bylgju­við­vör­un í Japan eftir jarð­skjálfta af stærð­inni 7,5

Japönsk yfirvöld hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,5 reið yfir Ishikawa-hérað á vesturströnd Honshu, stærstu og fjölmennustu eyju Japans. Viðvörunin gildir í 300 kílómetra radíus frá skjálftamiðju. Jafnframt var almenningi sagt að koma sér brott frá strandlengjunni og hærra upp í land.