22. desember 2023 kl. 2:44
Erlendar fréttir
Tékkland

Þjóð­ar­sorg í Tékk­landi vegna skot­árás­ar í Prag

Stjórnvöld í Tékklandi lýstu því yfir í gærkvöld að 23. desember verði dagur þjóðarsorgar vegna banvænnar skotárásar í Prag. Fjórtán fórust í skotárás við háskóla í Prag í gær og fleiri en tuttugu særðust. Árásarmaðurinn er einnig látinn, að sögn lögreglunnar í Prag. Hann er sagður hafa verið nemandi við skólann en yfirvöld hafa ekki birt nafn hans opinberlega.

Vit Rakusan, forsætisráðherra Tékklands, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagðist sorgbitinn og reiður yfir árásinni og vottaði aðstandendum hinna látnu samúð. Hann sagði að ekkert bendi til þess að árásin tengist hryðjuverkum eða erlendum atburðum á neinn hátt.

Tvær manneskjur leggja kerti á jörðu fyrir framan háskóla í Prag þar sem fjórtán létust í skotárás fyrr um daginn. Nokkur kerti hafa þegar verið lögð og loga á hellulagðri gangstéttinni.
ASSOCIATED PRESS / Petr David Josek

Aðrir eru að lesa