9. desember 2023 kl. 22:06
Erlendar fréttir
Íran

Hindra för fjölskyldu Mahsa Amini til verðlaunaafhendingar í Frakklandi

Írönsk yfirvöld stöðvuðu för fjölskyldu Mahsa Amini til Strassborgar í Frakklandi þar sem til stendur að þau taki við Sakharov-mannréttindaverðlaununum fyrir hennar hönd á þriðjudag.

Að sögn lögmanns fjölskyldu Amini voru foreldrar hennar og bróðir stöðvuð á flugvelli á leið í flug til Frakklands og vegabréf þeirra gerð upptæk.

Forseti Evrópuþings kallaði eftir því í færslu á samfélagsmiðlum að írönsk yfirvöld dragi ákvörðun sína um ferðabann fjölskyldunnar til baka. Hún sagði þau eiga rétt á að taka á móti verðlaununum fyrir hönd Amini ásamt öðrum hugrökkum írönskum konum og að sannleikurinn verði ekki þaggaður niður.

epaselect epa10213316 A protester holds a placard picturing Masha Amini during a demonstration following the death of Mahsa Amini in Iran, at Federation Square in Melbourne, Victoria, Australia, 29 September 2022. Protests have continued to rage in Iran over the death in custody of Mahsa Amini, with demonstrators calling for the end of clerical rule.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
AAP / EPA-EFE

Mahsa Amini var ung írönsk kona sem lést eftir að hafa verið handtekin af siðgæðislögreglu í Tehran á síðasta ári. Andlát hennar var kveikjan að umfangsmikilli mótmælaöldu í Íran.