25. október 2023 kl. 5:00
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Banda­ríski leik­ar­inn Rich­ard Round­tree er látinn

Bandaríski leikarinn Richard Roundtree er látinn 81 árs að aldri. Hann var hylltur sem fyrsta svarta hasarmyndahetjan fyrir tilhlutverk sitt í spennumyndinni Shaft árið 1971.

Bandaríski leikarinn Richard Roundtree, klæddur ljósrauðum jakka, svörtum bol, með grænan hatt og silfurlitaðar keðjur um hálsinn, kemur til frumsýningar gamanmyndarinnar Moving On á 47. Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada (TIFF), 13. september 2022. Að baki má sjá merki hátíðarinnar hvítt á svörtum grunni. Roundtree lést 24. október 2023, 81 árs að aldri eftir skamma baráttu við briskrabbamein.
EPA-EFE/EDUARDO LIMA

Roundtree þótti ryðja leiðina fyrir aðra svarta leikara, og nokkrar framhaldsmyndir og sjónvarpsþættir voru gerð um einkaspæjarann John Shaft. Bandarískir miðlar greindu frá andláti Roundtrees en banameins hans var briskrabbamein. Seinustu hlutverk Roundtrees voru í rómantísku sjónvarpsþáttaröðinni Cherish the Day og gamanmyndinni Moving On á seinasta ári.