Aldrei hafa fleiri flóttamenn ferðast yfir landamæri Panama og Kólumbíu og í ár. Um 400.000 flóttamenn hafa farið yfir landamærin við Panamaeiði það sem af er ári. Það er sá heildarfjöldi sem Sameinuðu þjóðirnar spáðu fyrir allt árið og næstum tvöfalt fleiri en á síðasta ári.
Fjöldi flóttafólks notar þessa leið til að ferðast til Bandaríkjanna. Koma flóttafólks frá Mið- og Suður-Ameríkuríkjum til landamæra Bandaríkjanna hefur aukist stöðugt síðustu misseri.