8. september 2023 kl. 17:24
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Nancy Pelosi sækist eftir end­ur­kjöri

Bandaríska þingkonan Nancy Pelosi ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum sem á næsta ári. Þetta kemur fram á vef The New York Times. Pelosi er 83 ára og var þaulsetninasti forseti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún var einnig fyrsta konan til að gegna embættinu.

epa07873874 Democratic Speaker of the House from California Nancy Pelosi (C) speaks to the media about the 'For the People Act', in the US Capitol in Washington, DC, USA, 27 September 2019. On 25 September, Pelosi initiated an impeachment inquiry against  President Trump, following the whistleblower complaint over his dealings with Ukraine.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
EPA / EPA-EFE

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Pelosi eftir að hún hætti sem forseti í fyrra. Hún er sögð hafa tekið ákvörðunina um að halda áfram til að hjálpa Joe Biden Bandaríkjaforseta að ná endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári.