Bandaríska þingkonan Nancy Pelosi ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum sem á næsta ári. Þetta kemur fram á vef The New York Times. Pelosi er 83 ára og var þaulsetninasti forseti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún var einnig fyrsta konan til að gegna embættinu.
EPA / EPA-EFE
Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Pelosi eftir að hún hætti sem forseti í fyrra. Hún er sögð hafa tekið ákvörðunina um að halda áfram til að hjálpa Joe Biden Bandaríkjaforseta að ná endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári.