Valdaránsmenn í Gabon völdu sér forseta í gær. Viðræður meðal hershöfðingja um nýja stjórn hófust skömmu eftir að tilkynnt var um valdaránið í gær.
Einróma samþykki hlaust meðal þeirra um útnefna hershöfðingjann Brice Oligui Nguema. Hann er fyrrverandi yfirmaður lífvarðasveitar forsetans Ali Bongo Ondimba sem nú er í stofufangelsi.
Bongo hefur verið við völd í fjórtán ár. Hann tók við af föður sínum, Omar Bongo, eftir andlát hans en fjölskyldan hefur setið í valdastól í meira en hálfa öld.