30. ágúst 2023 kl. 11:19
Erlendar fréttir
Gabon

For­seti Gabon í stofu­fang­elsi

Herinn, sem rændi völdum í Gabon í morgun, hefur sett forsetann Ali Bongo Ondimba í stofufangelsi. Þá hefur einn af sonum hans verið handtekinn fyrir landráð, ásamt tveimur ráðgjöfum og tveimur hátt settum samflokksmönnum hans. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Þá hafa sjónvarpsmyndir sýnt að Brice Oligui Nguema, sem er yfir þjóðvarðliði Gabon, er teflt fram sem nýjum forseta landsins.

Kínverjar og Rússar hafa lýst áhyggjum af stöðunni og talsmaður frönsku ríkisstjórnarinnar hefur fordæmt valdaránið. Gabon var frönsk nýlenda þangað til landið fékk sjálfstæði árið 1960.