Jacinda Ardern hlýtur næstæðstu heiðursnafnbót Nýja-Sjálands
Jacindu Ardern, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, var í morgun veitt næstæðsta heiðursnafnbót landsins.
Ardern fékk tilefninguna í tengslum við krýningarathöfn Karls III konungs og ber nú titilinn Dame Grand Companion vegna leiðtogahæfileika á tímum mikils mótlætis. Annars vegar eftir hryðjuverkaárás á mosku í Christchurch 2019 og hins vegar viðbragða við kórónuveirufaraldrinum árin á eftir.
Chris Hipkins forsætisráðherra segir að þetta hafi hvort tveggja verið einhverjar mestu áskoranir sem Nýsjálendingar hafi mætt í seinni tíð. Ardern lét af embætti forsætisráðherra fyrr á þessu ári.
Titlinum fylgir heiðursorða sem stofnað var til 1996, fyrir fólk sem hefur unnið merk afrek og borið hróður lands og krúnu hátt. Orðan er bæði ætluð almennum borgurum og hermönnum og að jafnaði veitt tvisvar á ári.