5. maí 2023 kl. 1:47
Erlendar fréttir
Kínverjar vilja koma á friðarviðræðum
Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, segist mjög áfram um að koma á friðarviðræðum sem bundið geti enda á átökin í Úkraínu. Hann lét þessi orð falla á fundi á Indlandi með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Qin sagði kínversk stjórnvöld ætla að halda sambandi við rússnesk og leggja grunninn að pólítískri lausn mála.