4. maí 2023 kl. 5:46
Erlendar fréttir

Matvælaverð lækkar örlítið í Svíþjóð

Matvælaverð hefur lækkað í Svíþjóð, fyrsta sinni um mjög langa hríð samkvæmt niðurstöðum samantektar tengdum neytendasmáforritinu Matpriskollen.

Þar er safnað upplýsingum um vöruverð og tilboð í öllum sænskum matvöruverslunum, og borið saman viku eftir viku. Lækkunin nemur 0,4 af hundraði en NRK hefur eftir Ulf Mazur, stofnanda og eiganda Matpriskollen, að verðlækkanir á matvælum séu harla fátíðar. Hann segir lækkunina nú til marks um mikinn þrýsting á matvöruverslanir að hækka ekki verð.