3. maí 2023 kl. 3:04
Erlendar fréttir
Herforingjastjórnin í Mjanmar náðar á þriðja þúsund fanga
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur náðað á þriðja þúsund fanga sem sem dæmdir voru eftir ákvæðum laga sem gerir glæpsamlegt að hvetja til andófs gegn hernum.
Stjórnin hefur beitt ákvæðunum af kappi til að stöðva andóf, allt frá því hún rændi völdum af borgaralegri stjórn Aung San Suu Kyi, snemma árs 2021. Tilkynnt var um náðun 2.153 fanga í tengslum Kasong, eða Búdda-daginn, en í yfirlýsingu segir að mannúðarástæður liggi að baki og eins vilji stjórnin róa huga almennings.
Hins vegar verði öllum þeim stungið inn á ný, sem brjóti aftur af sér og bætt við refsingu þeirra. Um það bil 21 þúsund hafa verið handtekin frá valdaráninu, að mati Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal að minnsta kosti 170 blaðamenn.