9. apríl 2023 kl. 5:44
Erlendar fréttir
Pólverjar undirbúa verulega vopnasendingu til Úkraínu
Pólverjar undirbúa nú umfangsmikla vopnasendingu til Úkraínumanna, sem inniheldur meðal annars tvö hundruð farartæki, ásamt eldflaugum, orrustuþotum og sprengjuvörpum.
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti greindi frá þessu í gærkvöld. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sagði í seinustu viku að fjármagn til aukins hernaðarstuðnings við Úkraínumenn kæmi hvort tveggja frá Evrópuríkjum og Bandaríkjunum.