9. apríl 2023 kl. 5:44
Erlendar fréttir

Pól­verj­ar und­ir­búa veru­lega vopna­send­ingu til Úkra­ínu

Hermaður með byssu stendur upp um lúgu skriðdreka af gerðinni Leopard 1 A5, en danska ríkisstjórnin hyggst afhenda Úkraínumönnum 100 aflagða dreka af þeirri gerð.
DR/Forsvarsgalleriet / Forsvarsgalleriet

Pólverjar undirbúa nú umfangsmikla vopnasendingu til Úkraínumanna, sem inniheldur meðal annars tvö hundruð farartæki, ásamt eldflaugum, orrustuþotum og sprengjuvörpum.

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti greindi frá þessu í gærkvöld. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sagði í seinustu viku að fjármagn til aukins hernaðarstuðnings við Úkraínumenn kæmi hvort tveggja frá Evrópuríkjum og Bandaríkjunum.