25. janúar 2023 kl. 5:42
Erlendar fréttir
Strangt útgöngubann í Pyongyang vegna öndunarfærasjúkdóms
Íbúum Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, er gert að halda sig innandyra næstu fimm daga vegna mikillar útbreiðslu ónafngreinds öndunarfærasjúkdóms.
Norska ríkisútvarpið hefur suðurkóresku NK fréttavefsíðuna fyrir þessu sem aftur vitnar í yfirlýsingu stjórnvalda norðan landamæranna. Hvergi er minnst á COVID-19 en íbúum er fyrirskipað að hreyfa sig ekki úr húsi fyrr en undir kvöld á sunnudaginn kemur.
NK greindi frá því gær að almenningur í norðurkóresku höfuðborginni hamstraði matvæli en að ekki lægi fyrir hvort gripið hefði verið til jafn umfangsmikilla aðgerða annars staðar í landinu.