23. janúar 2023 kl. 6:12
Erlendar fréttir

Breyta lögum og reglum til að fjölga íbúðum fyrir flótta­fólk

Norsk stjórnvöld vinna að breytingum á hvorutveggja skipulags- og byggingalöggjöf landsins og lögum um húsaleigu, með það fyrir augum að greiða fyrir fjölgun íbúða fyrir flóttafólk. Ætlunin er að breyta fjölda lagagreina og reglugerða til að tryggja að hægt verði að útvega nægilega margar íbúðir.

Á vef norska ríkisútvarpsins NRK segir að Útlendingastofnun Noregs áætli að um 40.000 flóttafólks muni koma til Noregs frá Úkraínu á þessu ári, til viðbótar þeim 37.000 sem komu þangað í fyrra. Þá sóttu um 5.000 manns frá öðrum löndum um hæli í Noregi á síðasta ári, og ekki ástæða til að ætla að þau verði færri í ár.