Baerbock: Leyfi til að senda þýska skriðdreka til Úkraínu er auðfengið
Vilji önnur ríki afhenda Úkraínumönnum þýska skriðdreka munu þýsk stjórnvöld ekki standa í vegi fyrir því. Ákvörðunar um hvort Þjóðverjar geri hið sama er að vænta innan skamms, en ekki verður hrapað að neinu, segir varnarmálaráðherrann.
Þýskur Leopard skriðdreki í eigu tékkneska hersins. Pólverjar segjast tilbúnir að senda 14 slíka til Úkraínu um leið og þeir fá grænt ljós frá Berlín, og það kom í dag.
epa – Vladimir Prycek