30. desember 2022 kl. 5:56
Erlendar fréttir

Sjö árum bætt við fangavist Aung San Suu Kyi

Dómstóll á vegum herforingjastjórnarinnar í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi landsins, til sjö ára fangavistar fyrir spillingu.

epa05138113 Myanmar democracy leader Aung San Suu Kyi leaves after attending the first day of a new parliament session in Naypyitaw, Myanmar, 01 February 2016. Hundreds of newly-elected lawmakers were set to take their place in Myanmar's parliament on 01 February, after gaining seats in historic elections last year won by the National League for Democracy (NLD). NLD legislators, led by longtime pro-democracy activist Aung San Suu Kyi, will have a large majority in the new parliament after the party won a landslide in the November polls. The previous parliament was dominated by army-backed candidates, in a country that had spent nearly five decades under military dictatorship.  EPA/HEIN HTET
EPA

AFP fréttaveitan hefur þetta eftir ónefndum heimildarmanni en meðal sakarefnanna var leiga og viðhald þyrlu sem sagðir eru hafa kostað ríkið umtalsverða fjármuni. Réttarhöld yfir Suu Kyi hafa staðið um átján mánaða skeið.

Dómstóll herforingjastjórnarinnar hefur þegar dæmt leiðtogann fyrrverandi til 26 ára fangelsisvistar. Ekki er búist við að herforingjastjórnin hyggist rétta frekar yfir Suu Kyi.

Suu Kyi, sem er friðarverðlaunahafi Nóbels, hefur verið í haldi frá 1. febrúar í fyrra, en þá tók herinn öll völd í landinu á ný eftir afar skammlífa tilraun með lýðræði og borgaralega stjórn í landinu.