Eiginmanni hennar er gefið að sök að hafa ætlað að skipuleggja uppþot og að stefna öryggi ríkisins í hættu. Hans gæti beðið fimmtán ára dómur. „Þessi ríkisstjórn hefur þegar rænt ári af ævi hans, ári af frelsi hans og heilsu. Þúsundir manna eins og Sergei sitja í fangelsi, sem er harmleikur fyrir alla. Þetta ár hefur verið hörmulegt fyrir börnin mín. Fimm ára dóttir mín spyr á hverju kvöldi hvenær pabbi komi heim. Við horfum á myndbönd af Sergei því ung börn gleyma fólki fljótt fólki. Við gerum þetta til að hún muni eftir föður sínum.“