Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganendar Alþingis, segist ekki vera hrifin af nýstofnaðari Stjórnstöð ferðamála, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kynnti í síðustu viku.

Í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 í morgun var Vigdís spurð hvernig henni litist á nýja ríkisstofnun á sviði ferðamála.

„Ég er ekkert hrifin af því, svo ég tali nú bara hreint út. Það má alveg taka undir orð Össurar Skarphéðinssonar að þetta batterí á að vera til staðar í landinu nú þegar, en ef það er ekki brúklegt eða er ekki að skila þeim árangri sem stjórnvöld vilja, þá hefði fyrst átt að athuga með það hvort það hefði verið hægt að laga þessa aðila á einhvern hátt. Þetta er átaksverkefni og ég vona að markmiðin með þessari stofnun skili sér að fullu, það er að skila heildaryfirsýn og meira gagnsæi og meiri þekkingu á þessari ört vaxandi atvinnugrein.“

Ferðamálastofa sinnir lögbundnum verkefnum á sviði ferðamála, en til viðbótar kemur Stjórnstöð ferðamála. Vigdís telur að þetta sé of algengt í ríkisrekstri.

„Það virðist vera að í stað þess að vel til í rekstri stofnana, þá er verkum úthýst með nýrri stofnun eða nýju apparati, þetta er er mjög víðsjárvert þegar við leggjum allt kapp á að sýna ráðdeild og sparnað í rekstri

Vigdís kveðst jafnframt hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustan skili ekki ríkissjóði nægilega miklum skatttekjum. Fyrir því geti verið margar ástæður. 

 „Miðað við umfang greinarinnar, fjöglun ferðamanna og fleira, þá er hún ekki að skila okkur nægilega miklum tekjum. Einn hluti gæti ráðist af því að það er svo gríðarleg uppbygging í greininni, það er verið að byggja hótel svo víða. Þá kemur það út sem innskattur útskattur til ríkissins og raunverulega er kannski ríkið að borga með ákveðnum þáttum í uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Annað sem mér hefur verið bent á er að tekjuskattur af greininni er ekki að skila sér. Mér er sagt að það séu frekar lágar tekjur í ferðaþjónustu. Það sé eitthvað um skattaundanskot, við skulum hafa það uppi á borðinu. Svo er þriðji þátturinn í þessu sem ég er búin að vera að heyra í sumar að greinin flytur inn gríðarlega mikið af sjálfboðaliðum frá hinum ýmsu samtökum sem koma hingað og upplifa landið og vinna einungis fyrir fæðu og húsnæði.“