„Við höldum baráttunni áfram,“ sögðu mótmælendur á Austurvelli í dag þegar kom á daginn að Alþingi hafði samþykkt þriðja orkupakkann. „Við erum öll reið,“ bættu þeir við. Þingmönnum þótti andrúmsloftið í þingsal áhugavert og sumir viðurkenndu að það væri léttir að málinu væri nú lokið. Nýr skrifstofustjóri Alþingis mætti í morgun til vinnu í fyrsta skipti og það var í nógu að snúast. Lögregla vísaði tveimur af áhorfendapöllum út úr Alþingishúsinu.
Tíðindamaður Spegilsins ræddi við mótmælendur og þingmenn. „Þetta er musteri lýðræðisins, þingið,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins aðspurður um hvort lýðræðið hafi verið að verki í dag.