Namibíska lögreglan rannsakar ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum. Rætt verður við hann í Kastljósi í kvöld. Jóhannes lét af störfum hjá Samherja í júlí árið 2016 en hafði þá tölvu fyrirtækisins með miklu magni gagna.

Strax þá hafi undarlegir hlutir farið að gerast og ýmsir sýnt tölvunni áhuga. Jóhannes segist hafa verið heppinn að gott fólk í kringum hann hafi gripið inn í og ráðlagt honum að ráða sér lífverði vegna þess að öryggi hans hafi verið ógnað. Tvisvar hafi öryggisúttekt leitt í ljós að hann hafi þurft fjölda lífvarða til að gæta öryggis. Oftar en einu sinni hafi verið eitrað fyrir honum í gegnum drykkjarföng og mat og lögreglan í Namibíu telji sig vita hver beri ábyrgð og hvernig staðið hafi verið að verki. 

Viðtalið við Jóhannes verður sýnt í heild sinni í Kastljósi í kvöld kl. 19.35.