Í sumar eru 45 ár frá því að hringvegurinn var opnaður - merkasti atburður í samgöngusögu landsins, sagði samgönguráðherra. En var hringvegurinn opnaður?

Sums staðar var talað um að hringnum hefði verið lokað í sömu andrá. Með því að loka hringnum, 34 kílómetra kafla yfir Skeiðarársand, var í fyrsta sinn hægt að aka hringinn í kringum landið.

Á vefnum tímarit.is er fyrst talað um að fara hringinn í kringum landið í Austra árið 1895, þar sem fjallað er um nauðsyn þess að leggja járnbrautir hringinn í kringum landið. En fólk leggur ólíkan skilning í orðfærið. Sumu fólki finnst af og frá að fara umhverfis landið, eða hringinn í kringum það, öðruvísi en sjóleiðina.

Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar í viku.