Það eru sviptingar í Venstre, stærsta flokknum á hægri væng danskra stjórnmála. Lars Løkke Rasmussen, formaður flokksins til 10 ára og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér embætti í lok ágúst, gegn vilja sínum, eftir að í ljós kom að hann naut ekki lengur stuðnings þingflokksins. Nýr formaður verður kjörinn 21. september. Borgþór Arngrímsson fór yfir væringarnar í Venstre á Morgunvakt Rásar 1.

Borgþór segir að ferilli Lars Løkke sér litríkur og að það hafi alltaf gustað um hann. Hann hefur staðið af sér hneyksli og ásakanir um spillingu verið vinsæll á meðan almennings.

Það var ekki einungis Lars Løkke sem sagði af sér embætti, það gerði líka Kristian Jensen, varaformaður flokksins, sem lengi hefur alið með sér þann draum að verða arftaki Rasmussen.

Líklegt er talið að arftaki Lars Løkke verði Jakob Ellemann-Jensen. Það má segja að stjórnmál renni um æðar Ellemanns-Jensens. Afi hans og faðir voru báðir þingmenn Venstre, faðir hans var Uffe Ellemann-Jensen, sem var utanríkisráðherra og formaður Venstre, en hann hefur margsinnis heimsótt Ísland.

Jakob Ellemann-Jensen gekk úr Venstre árið 2007 en gekk að nýju í flokkinn þegar Lars Løkke varð formaður hans árið 2009.

Nýr formaður verður kosinn 21. september.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Borgþór Arngrímsson í spilaranum hér að ofan.