Í Lestarklefa vikunnar var rætt um útskriftarsýningu BA-nema á myndlistar- og hönnunar- og arkitektadeild Listaháskóla Íslands, um skáldsöguna Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur og hljómplötuna When we all fall asleep, where do we go? með Billie Eilish. 

Gestir eru heimspekingurinn Valur Brynjar Antonsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir blaðakona og sviðshöfundur, og Jónína Björg Magnúsdóttir tónlistarkona og fyrrum fiskverkakona.

Beint myndstreymi hefst á menningarvef RÚV og RÚV 2 klukkan 17:03 en einnig er hægt að leggja við hlustir á Rás 1.