Mörgum er svo farið, sem á annað borð láta sig málvernd nokkru varða, að þeir taka „ástfóstri“ við viss mállýti, sem þeir láta fara í taugarnar á sér við hvert tækifæri. Uppáhaldsmálvilla mín síðustu misserin hefur verið sú að þágufall (stöku sinnum þolfall eða nefnifall) sé notað í eignarfalls stað [...]. 

Á þessum orðum hefst grein Helga Skúla Kjartanssonar, Eignarfallsflótti - uppástunga um nýja málvillu, frá 1979.

Vegna röskun í stað vegna röskunar, spyrja spurningu í stað spyrja spurningar og til byggingu í stað til byggingar, eru dæmi um eignarfallsflótta. Málbreytinguna má rekja aldir, eða að minnsta kosti öld, aftur í tímann, ef marka má leit að dæmum í útgefnu, rituðu máli á Tímarit.is.

Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar í viku.