Yfir fimmtíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar á sjöunda tug bíla lenti í árekstri í gær á þjóðvegi skammt frá Williamsburg í Virginíu í Bandaríkjunum. Erfiðar akstursaðstæður voru á þessum slóðum, hálka og dumbungsþoka. Slysið varð um áttaleytið að morgni að staðartíma. Það tók björgunarmenn nokkrar klukkustundir að flytja alla sem slösuðust á sjúkrahús og draga skemmda og ónýta bíla á brott. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.