Þúsundir manna voru samankomnar í Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag. Fjörutíu atriði eru skráð þetta árið og hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Gönguleiðin er önnur en fyrri ár og öllu lengri.
Nú er gengið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og Bankastræti áður en beygt verður suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum þar sem efnt verður til útitónleika.