Á meðan áhorfendur gerðu upp hug sinn í símakosningu Söngvakeppninnar, stigu þau Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson á svið og fluttu lagið Amar Pelos Dois sem skilaði hinum portúgalska Salvador Sobral sigri í Eurovision í Kænugarði á síðasta ári.
Portúgalskan þvældist ekki fyrir íslensku flytjendunum því þau fluttu lagið á íslensku. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason þýddi texta lagsins í fyrra, sem fékk titilinn Ást fyrir tvo.