Úrslitin réðust í Söngvakeppninni 2018 laugardagskvöldið 3. mars. Sex lög kepptu um sigur og valdi þjóðin eitt þeirra sem framlag sitt til Eurovision söngvakeppninnar sem fram fer í Lissabon í maí. Söngvakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV, Rás 2 og hér á RÚV.is þar sem áhorfendur um allan heim gátu fylgst með.
Úrslitakeppnin er tvískipt. Í fyrri hlutanum keppa öll sex lögin, en þá vega atkvæði alþjóðlegrar dómnefndar og símaatkvæði þjóðarinnar jafnt. Tvö stigahæstu lögin úr þeirri kosningu komast þá í svokallað einvígi og verða flutt aftur. Hefst þá ný símakosning þar sem kosið verður á milli þessara tveggja laga. Í þeirri kosningu ráða símatkvæði þjóðarinnar alfarið úrslitum.
Battleline – 900 99 01
Flytjandi: Fókus hópurinn
Lag: Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen
Texti: Jonas Gladnikoff og Þórunn Erna Clausen
Here for you – 900 99 02
Flytjandi: Áttan – Sonja Valdin og Egill Ploder
Lag: Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason
Texti: Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason
Our choice – 900 99 03
Flytjandi: Ari Ólafsson
Lag: Þórunn Erna Clausen
Texti: Þórunn Erna Clausen
Kúst og fæjó – 900 99 04
Flytjandi: Heimilistónar
Lag: Heimilistónar
Texti: Heimilistónar
Gold Digger – 900 99 05
Flytjandi: Aron Hannes
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman
Texti: Valgeir Magnússon og Tara Nabavi
Í stormi – 900 99 06
Flytjandi: Dagur Sigurðsson
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen