Slangur er eðlilegur hluti óformlegs talmáls. Það ber vitni um grósku lifandi máls og hefur verið kallað heilbrigðismerki.  Orðmyndun í slangri getur verið af ýmsu tagi og er ef til frjórri en í formlegum málgerðum. 

Slangur brýst úr viðjum formlegs máls og hnikar til merkingarsviðum. Orð sem fyrir eru í málinu eru túlkuð upp á nýtt eða fá nýja merkingu.

Dæmi um þetta er þegar lýsingarorð og atviksorð neikvæðrar merkingar fá gagnstæða merkingu. 

Eitthvað er ógeðslega gott eða svakalega vont. Ógeðslegt er í upprunalegri merkingu eitthvað sem vekur viðbjóð eða óbeit en hefur, áratugum saman, einnig verið notað til áhersluauka í gagnstæðri merkingu.

Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu þrisvar í viku.