Sóðaleg umgengni við grenndargáma í Reykjavík er viðvarandi vandamál, segir starfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Eftirlitsmyndavél hefur verið sett upp við eina grenndarstöð til að vinna bug á vandanum og fylgjast með umhverfissóðum sem skilja eftir rusl og drasl við gámana í skjóli nætur. 

Mikið hefur borið á kvörtunum vegna slæmrar umgengni við grenndargáma í Reykjavík að undanförnu. Þar er oft mikill sóðaskápur - gámar eru yfirfullir og eins skilur fólk þar eftir hluti sem ekki eiga þar heima. 

„Hér við þennan grenndargám hefur einhver losað sig við þessa borðplötu, þetta borð og þessa hauslausu styttu. Hluti sem allir ættu að fara beinustu leið á Sorpu. “

Reykjavíkurborg vinnur að lausn á vandanum. Meðal annars hefur verið bætt við gámum og í skoðun er að hreinsa gámana oftar en tvisvar í viku. Vandinn virðist þó ekki einungis leynast í fullum gámum heldur einnig í umgengni fólks, til dæmis við grenndarstöðina við Klambratún.

„Það er svona einn af stöðunum þar sem einhverra hluta vegna fólk sækir í að ganga illa um. Við erum að fylgjast með honum betur með því að setja þar upp eftirltismyndavél til þess að geta fylgst með og brugðist hraðar við.“

„Við erum að reyna að finna út hvað er best að gera og eitt af því sem hefur líka verið gert það er að bæta umhverfið í kringum þessa gáma og auðvitað var það líka að auka tíðinina á hreinsun. Þannig að  ef staðurinn er huggulegur og umgengni í kringum hann er góð þá er liklega umgengi folks sem kemur líka betri.“

Gefi eftirlitsmyndavélin góða raun kemur til greina að bæta við fleirum. 

„Það getur líka verið að fólk vilji bara fara sem styst, það á ekki bíl kannski. Í einhverjum tilfellum veit það ekki betur, túristar eða fólk sem er hérna í stuttan tíma sem þekkir ekki reglurnar.“

„Þetta gerist oft á nóttinni að þessi húsögn og annað dót kemur og þá getur maður nú kannski haldið að það sé einbeittur brotavilji að gera hluti í skjóli nætur.“