Talið er að tala látinna eftir að eldur kviknaði í rússneskri flugvél og vélin nauðlenti á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu í dag sé komin upp í 41. Á meðal látinna eru að minnsta kosti tvö börn.

Sjónarvottur segir það kraftaverk að einhver hafi komist lífs af eftir slysið. Sjötíu og átta farþegar voru í vélinni og fimm í áhöfn. 

Russian Times segir að vélin hafi gert tvær tilraunir til að nauðlenda.