Æfingaleik Íslands og Mexíkó lauk rétt í þessu með 3-0 sigri Mexíkó. Leikið var á Levi's leikvanginum í Santa Clara í Bandaríkjunum .

Það var Marco Fabian sem opnaði markareikninginn fyrir Mexíkóa á 37. mínútu þegar hann átti gott skot úr aukaspyrnu yfir varnarvegg Íslands. 

Miguel Layun bætti við öðru marki eftir góða sókn á 64. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni á lokamínútu leiksins þegar hann gulltryggði 3-0 sigur Mexíkó með skoti af löngu færi yfir Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslands.

Næsti leikur Íslands er gegn Perú í New Jersey á þriðjudaginn og hefst útsending 23.30.