Sanja Orazovic var hetja KR-kvenna er þær tryggðu sæti sitt í úrslitum Geysisbikars kvenna í körfubolta í kvöld. Orazovic skoraði síðustu sex stig KR er liðið lagði ríkjandi bikarmeistara Vals 104-99 eftir framlengdan leik í Laugardalshöll.

Leikur kvöldsins var gríðarjafn og spennandi frá upphafi til enda en körfur Orazovic í lok leiks gerðu útslagið. Þær má sjá hér í spilaranum að ofan.